Verslun í Ameríku

Store aisleMatvöruverslanir hér í Ameríku er stórkostlegar, úrvalið er svo miklu, miklu meira en heima að það er hreint ótrúlegt. Sem dæmi má nefna að ég gat valið úr 10-15 mismunandi tegundum af eplasafa þegar ég var að versla fyrir eldri dótturina, það var venjulegur eplasafi, ófilteraður, lífrænn os.frv. og svo nokkrir mismunandi framleiðendur. Það skiptir ekki hvar mann ber niður úrvalið er alltaf meira, hvort sem eru bleiur, kalkúnn, tegundir grænmetis eða hvaðeina, meira að segja sjávarfangsborðið hefur meira úrval en flestar fiskbúðir heima.


Það er ekki eins og við séum stödd í milljóna borg við erum enn hjá teingdó á Hilton Head eyju syðst í Suður Karólínu. Hér á eyjunni eru líklega 50 þúsund manns á hverjum tíma, 35 þúsund íbúar og 15-20 þúsund gestir. Samt eru hér bara á eyjunni 10 matvöruverslanir hver um sig stærri en Hagkaup í kringunni flestar á stærð við búðina í Smáralind. Eyjan er 100 ferkílómetrar, uppi á landi er mikið verslanaflæmi, ætli að þar séu ekki 5-7 markaðir til viðbótar og allar aðrar verslanir s.s. föt, húsgögn o.þ.h.

Um leið og maður labbar inn í eina af þessum verslunum þá áttar maður sig á því hvað það er mikil fákeppni og í raun einokun á Íslandi. Ég er á eyju sem er lítið eitt stærri en Kópavogur og hér eru 10 stórar matvöruverslanir fleiri en á öllu höfuðborgarsvæðinu og hver og ein er með meira úrval en stærsta verslunin og lægra verð en sú ódýrasta. 

Það er verið að grínast með okkur, fyrir tæpum 300 árum buðu Hörmangarar upp á maðkétið mjöl og okruðu á því.  Núna bjóða Baugur og Kaupás upp á ekki upp á skemmda vöru en okrið er enn til staðar.


Bloggfærslur 25. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband