Heimilislaus í Ameríku

johns.flagEftir á að hyggja þá er það auðvitað rugl að fara til Bandaríkjanna án atvinnu og húsnæðis með tvö börn.  Ég held að ég hafi náð að smita konuna mína af þessari geðveikislegu íslensku bjartsýni, þetta reddast bjartsýnin sem hrjáir Íslendinga og bjargar þeim. Allavega við erum komin og leitum okkur að íbúð, mér sýnist að við endum í bæ sem ber nafn ameríska meðalbæjarins, Springfield.

Matt Groening skapari Simpson fjölskyldunar valdi nafnið Springfield á bæ fjölskyldunnar því bæjarnafnið er til í flest öllum ríkjum Bandaríkjanna og yfirleitt alltaf sem lítill bær, því er Springfield dænmigerðasta bæjarnafnið. Til viðbótar þá er Springfield höfuðborg Illinois sem er symbólísk miðja Bandaríkjanna. Því leggst Spingfield vel í mig, ef við endum annarsstaðat þá er það líka allt í lagi aðalmálið er að við finnum íbúð á góðu verði í þokkalegu hverfi.

Tvennt bjargar okkur í heimilsleysinu, vinir og teingdó. Við erum nú í góðu yfirlæti hjá teingdó að sleikja sárin eftir fyrstu umferð íbúðarleitar, það var fínt að koma niður til Suður-Karólínu þótt það hafið tekið 9 tíma skreppitúr niðureftir austurströndinni. Á meðan maður les um storm á Íslandi hrjáir okkur skortur á sumarklæðum, það hefur ekki farið mikið fyrir léttum sumarkjólum í fataskáp dætranna eða stuttbuxum í mínum. Þetta er fínt núna en í sumar þegar hitinn fer í tæpar 40 gráður og rakastigið nálgast 90% þá stirðnar brosið og ég fer að þrá íslenskt rigningarsumar.

Það er svo margt sem gengur á bæði hér og heima, Sjálfstæðisflokkurinn, sameiningarflokkur alþýðu virðist hafa tekið við stjórn borgarinnar amk í menntamálum. Næst koma líklega tillögur um skólaskyldu við 12 mánaða aldur í sérstökum vöggustofum borgarinnar.

Það verður ekki stórt stökk að starfa með villta vinstrinu eftir kosningarnar í vor.

Það er löngu kominn tími til að sumir stjórnmálamenn spyrji sig til hvers þeir eru í pólitík. Reyndar er löngu komin tími til að sumir stjórnmálaflokkar spyrji sig hvert erindi þeirra er. Svo skal böl bæta er ekki réttmæt svar.

 

PS.

Svarar þetta ekki sér sjálft? 

svar_rvk


Bloggfærslur 21. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband