Til hamingju Ísland!

Þú ert skrefi nær frelsinu.

1. mars er góður dagur. 1989 fengum við bjórinn, 2007 urðu skattar á mat og nokkrar aðrar vörur eðlilegir. Við ættum að gera daginn að frídegi og kalla hann frelsisdaginn. Stjórnmálamenn yrðu skuldbundnir til að færa almenningi nýtt frelsi árlega.

Nú þarf að láta kné fylgja kviði og halda áfram með skattalækkanir, láta vínið fylgja og taka því bara að ríkissjóður verði af tekjum. Einu sinni var hægt að hækka áfengisskatta, fara gegnum 3 umræður í þingi og birta lagabreytinguna  stjórnartíðindum allt á 5 klukkustundum.  Það hlýtur að vera hægt að lækka virðisauka á áfengi á skemmri tíma. Ég mana þig Árni!

Dagurinn í dag er merkilegur því núna erum við skattgreiðendur að fá eitthvað tilbaka. Þessi ríkisstjórn sem nú situr er ein merkilegasta sem setið hefur því hún er sú eina sem lækkað hefur álögur á almenning. Þótt varaformaður Samflykingarinnar segi eitt og annað af viti endrum og eins þá er Samfylkingunni sem flokki ekki treystandi því formaðurinn er bara gamaldags kommi sem finnst samkeppni almennt til ama.


Bloggfærslur 1. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband