Mánudagur, 10. desember 2007
Samt er enn hægt að bóka miða...
Þessi ákvörðun Icelandair kemur sér mjög illa við okkur íslendingana sem búum hér og kannski sérstaklega fjölskyldur okkar. Heimsókn verður nú meiriháttar ferðalag. Morgunflugið sem þeir ætla að taka upp er þó til bóta, því það er ekki bjóðandi upp á að lenda í Boston eða NY eftir kvöldmat og eiga þá eftir að taka annað flug.
Ég held reyndar að þetta verði til þess að við fljúgum meira heim í gegnum London og eigum þannig fleiri valkosti. Amk verður það valkostur til að skoða vel, það má leggja margt á sig til að styðja samkeppnina.
Það er samt soldið merkilegt að ég geti enn bókað flug heim í apríl. Maður hefði haldið að fyrirtækið myndi laga bókunaforritið að flugáætluninni?
![]() |
Hætta að fljúga til Baltimore |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)