Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
ég er boring...
Facebook er nýtt ćđi á vefnum, ţađ er ekki mađur međ mönnum nema ađ vera međ Facebook síđu og síđuhaldari er engin undantekning ţar á.
Á Facebook eru skemmtilegar applikasjónir eđa forritlingar sem gera mönnum kleift ađ eyđa tíma sínum í vitleysu sem aldrei fyrr.
Ein ţessara applikasjóna heitir Compare People ţar sem ţér er bođiđ ađ bera saman Feisbúkk vini ţína og kjósa á mill, hver er sćtust, hverja ţú vildir frekar kyssa, hver er međ betri tónlistarsmekk, hver er meira kreisí osfrv.
Svo getur mađur skođađ hvernig annađ fólk hefur kosiđ um mann sjálfan. Ţađ gefur manni hugmynd um hvernig vinir manns sjá mann.
Sjö af átta vinum mínum fannst ég líklegri til ađ skrópa í tíma. - OK ef ţetta eru gamlir skólafélagar ţá hafa ţeu eitthvađ til síns máls.
Fimm af sex töldu mig líklegri til ađ vera betri fađir. - Mjög gott en ekki mikiđ rokk.
Ţrír af fjórum töldu mig skipulagđari en annar Feisbúkk vinur ţeirra. - Annađhvort er ţetta liđ drukkiđ eđa ég veit ekki hvađ. Í samanburđi viđ betri helminginn gćti ég ekki skipulagt mig út úr blautum bréfpoka.
Bara einn af ţremur vildi frekar fara á stefnumót međ mér - hmmpff
og rúsínan í pylsuendanum enginn af fjórum Feisbúkk vinum mínum fannst ég meira kreisí en einhver annar Feisbúkk vinur ţeirra!
Yfir línuna er dómur Feisbúkk vina minna sá ađ síđuhaldari er tiltölulega traustur, lítiđ spennandi skrópari. Nćstum ţví ekkert rokk í mér...
Ég verđ kannski ađ sćtta mig viđ ađ ég er íhaldspúngur sem nálgast ţađ óđfluga ađ verđa miđaldra og ţannig sjá ađrir mig.
Nú kaupi ég mér sportbíl.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)