Til varnar Villa...

er fyrirsögn á góðri grein Andrésar Magnússonar á eyjunni þar sem hann bendir á nokkur atriði sem hafa ætti í huga við síðustu fréttir.

í fyrsta lagi  þá sannar minnisblað Bjarna Ármannssonar, Hauks Leóssonar og Hjörleifs Kvaran ekkert um það að Villi hafi vitað af eðli samningsins. Sjötti töluliður í minnisblaðinu hljóðar svo:

Orkuveitan og REI geri samning sín á milli sem tryggi aðgang að þekkingu og starfsfólki OR. Jafnframt heimil notkun vörumerkisins og að OR beini öllum verkefnum utan Íslands til REI. Samingur um slíkt sé til 20 ára. 

Einkaréttur (les. yfirtaka) REI á öllu því sem nú er Orkuveitunnar er alls ekki ljós í þessum orðum. 

Í öðru lagi ættu menn að hugsa nú aðeins hverjir hagsmunir manna eru. Villi er búinn að missa stólinn og á ekki afturkvæmt. Hjörleifur og Bjarni eiga hinsvegar fjárhagslegra hagsmuna að gæta, þeir voru staðnir að verki að  úthluta sjálfum sér tugmilljónir af sjóðum almennings.

Eins og Andrés bendir réttilega á ættu menn að hafa hugfast hverjir hafa mestu að tapa úr því sem komið er. Það er ekki Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.

 


Bloggfærslur 16. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband