Mánudagur, 15. október 2007
Það þarf að leggja niður Jarðhitaskóla SÞ
Það gengur ekki að menn séu að skiptast á upplýsingum gratís! Svo er verið að kenna fólki frá öðrum löndum að nýta jarðavarma. Það er skýrt brot á þjónustusamning REI og OR!
Hvernig eigum við að græða 500 milljarða ef einhverjir vísindamenn eru ekki að spila með og skiptast bara á upplýsingum? Þessi skóli er bara óþjóðhollur.
Það er síðan eitthvað ljóðrænt við það að borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar skuli getin í gufu og heitu lofti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)