Mánudagur, 29. janúar 2007
Er fólk fífl? II
Ég var að fárast yfir "sköttum og gjöldum" Icelandair og er frekar misboðið að þurfa að borga tæplega 45 þúsund krónur í "skatta og gjöld" vegna ferðar fjölskyldunnar til USA.
Ef ég ætla svo að fljúga sömu leið frá USA til Íslands þá lýtur dæmið öðruvísi út.
2x | adult(s) | 84,11$ | 168,22$ |
1x | child(ren) | 72,25$ | 72,25$ |
1x | infant(s) | 49,7$ | 49,7$ |
290,17$ | |||
20.311,9 Kr. |
Er ekkert eldsneytisgjald á leiðinni USA-Ísland bara Ísland-USA?
Hvernig þessi "skattar og gjöld" eru samsett er engin leið að vita fyrir almenning, veit það einhver þarna úti? Í lögum um flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála 2. kafla er fjallað um flugvallaskatt og varaflugvallagjald það gjald eru heilar 980 kr og á það að vera helmingi lægra fyrir börn 2 til 12 ára. Hvernig stendur á því að skattar og gjöld af flugi fyrir litlu fjölskylduna mína er víðsfjarri þess sem getið er í lögum?
"Skattar og gjöld" hljóma eins og opinber gjöld, að hver króna renni til opinberra aðila. Ég held að Icelandair séu að fela hluta flugfarsins inni í þessum tölum. Ætti "skattar og gjöld" fyrir barnið ekki að vera ca. 6400 kr. ekki 13.045. kr. ef lagaákvæðið um helmingsgjald fyrir börn ætti við?
Ég sendi bréf til Icelandair með nokkrum spurningum um "skatta og gjöld" fyrir nokkrum vikum síðan. Ekkert svar.
Flott þjónusta!