Björgvin G í hægri sveiflu

"Ríkisrekstur á að heyra sögunni til á samkeppnismarkaði" 

Sagði Björgvin G. Sigurðsson á Alþingi í dag. Þar höfum við það, þá er það ákveðið. Mikið er ég feginn að þetta er komið á hreint. Ár eftir ár höfum við frjálshyggjupúkarnir hamast á þessum orðum eins og möntru í einu eða öðru formi. "Ríkisrekstur á að heyra sögunni til á samkeppnismarkaði"

Núna höfum við fengið nýjan bandamann Björgvin G. Sigurðsson. Í dauða mínum átti ég von á honum en maður tekur öllum villuráfandi sauðum fegins hendi. Það hefur verið eftirtektarvert hvernig hann hefur verið að færast á okkar línu undanfarið, hann kaus gegn tóbaksólögunum og hann er farinn að berjast fyrir skólagjöldum í opinbera háskóla.

En hver er skýringin á þessari umbyltingu? Ég kíkti inn á vef alþingis og skoðaði myndina af Björgvini og þegar ég opnaði hana í photoshop og lýsti aðeins bakgrunninn þá kom þetta í ljós.

Þetta skýrir allt er það ekki?

 BjörgvinG

Ég bíð nú eftir harðri baráttu frá okkar manni á þingi fyrir því að Rás 2 heyri sögunni til. Já og stuðningi við óheftan innflutning allra landbúnaðarafurða því stuðningur ríkisins við einn aðila umfram annan í samkeppnisrekstri er inngrip, dulbúin ríkisrekstur.

Velkominn Björgvin.


 


Ísland ekki Costa Rica

ksi-merkiHinir og þessir hér á bloginu fara mikinn vegna framboðs þingfréttaritara Morgunblaðisins til formanns KSÍ. (Stefáni Páls og Sverri Jakobs hlýtur að svíða að draumastúlka kaninku opnaði moggablogsíðu fyrir framboðið) Mér er ekki sama hver vinnur þennan slag. Mínar forsendur eru hinsvegar ekki kvenfrelsi heldur kverúlans. Ég vil að sá vinni sem hendir núverandi merki KSÍ á haugana. 

Það var einhver tíska undir lok níunda áratugarins að skemma gömul merki og koma með ný, væntanlega til að sjá grafískum hönnuðum fyrir vinnu. Sjálfstæðiflokkurinn gerði þessi reginmistök, hér má sjá fallegan fálka  og hér er illfyglið nýji túrbófálkinn. Það voru fleiri aðilar sem létu undan einhverju auglýsingastofu-PR rugli en fáir gerðu það af jafnmiklu smekkleysi og KSÍ.

Costa Rica

Það fer nefnilega ósegjanlega í taugarnar á mér að landslið Íslands leiki undir fána Costa Rica. Costa Rica er vinalegt land, líkt og Ísland þá eiga þeir ekki her en þar er ólíkt hlýrra en hér þar sem Allsnægtaströnd er í mið Ameríku, mitt á milli Panama og Nicaragua. Ég hef ekkert á móti þessu blessaða landi, ég skil bara ekki af hverju íslensku landsliðin í fótbolta þurfa að keppa undir fána þess.

kksiHvað framboð Höllu varðar er það eina sem ég hræðist við framboð hennar er að stjórnmálaskoðandir hennar og tilhneigingar til að afsaka einræðisríki og/eða stuðningsmenn hryðjuverka yrðu til að undir hennar forystu yrði merki KSÍ meira í þessum stíl. -->

Hver svo sem sem kippir þessu í liðinn og færir merki þessa góða sambands í fyrra horf fær minn stuðning.

Að lokum óska ég þess að núverandi merki KSÍ verði sent til austur London og falli þar um deild og verði þaðan selt til Síberíu. Gamla góða

 

 

 


Bloggfærslur 24. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband