Best og vest...

það er ágæt naflaskoðun að líta yfir liðið ár og lengra aftur í einhverjum tilvikum.

Helena MarínBest allra var að eignast aðra gullfallega dóttur. Ég verð í svitabaði og ekki viðræðhæfur eftir 14 ár eða svo en þangað til ætla ég að njóta. 

Best í pólitík:

  1. Sjálfstæðismenn í meirihluta í Reykjavík
  2. Skattalækkanir samþykktar
  3. Lög nr. 98/2006 (skylda sveitarfélög til að greiða til einkarekinna skóla)
  4. Dagur Bergþóruson er ekki borgarstjóri.
  5. Moggablogið er það besta sem hefur sem sést hefur í pólitískri umræðu í langan tíma. Einstaklingskverúlans er það sem koma skal, hópkverúlans eins vefrit er búið spil.

 Verst í pólitík

  1. Ríkið er fáránlega feitt, stórt og stækkandi.
  2. Ríkið er fáránlegt forsjárhyggju fyrirbæri.
  3. Vörugjöld eru enn til.
  4. Vín og bjór er enn ekki selt annarstaðar en í ÁTVR (Fjármálaráðuneytið virðist valda viti bornum mönnum heilaskaða í þessum málaflokki) 
  5. Vissa Sjálfstæðisflokksins um að hann verði að eilífu í ríkisstjórn og því nægur tími til að gera hlutina.

 

kómík:

  • Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík beið afhroð í sveitarstjórnarkosningunum 2002 með 27.516 atkvæði en vann sigur 2006 með 27.823 atkvæði
  • Sister Act IV fór í framleiðslu og kom út á árinu.
  • Harmkvæli yfir útlendingalögunum frá 2004 heyrðust lítið á árinu, mörgum finnst að harðar eigi að taka á málum, hvað væri Frjálslyndi flokkurinn stór ef gengið hefði verið að öllum kröfum Deiglunnar?


Versti dagurinn

  • 15. mars. Kaninn gerði mistök, viðbrögð ráðamanna voru meira í líkingu við það sem skaupið sýndi en það maður vonaði að yrði.

Skaupið

  • Besta skaup í nokkur ár. Húmorinn beittur og mjög vandaður. Fyrsta skaup sem mig langar til að sjá aftur.  Fyrir þetta verð ég kjöldreginn!

 Skrítnasta aðdáun ársins

  • Virðingarvottur Sverris Jakobssonar til Saddams Hússeins :(orðrétt frá sj, uppsetning frá mér)
En Saddam Hussein þarf ekki að gjalda fyrir glæpi sína heldur vegna óhlýðni við sína fyrrum húsbændur.
     Hann gerði þau mistök að steypa einræðisstjórninni í Kuweit og þrjóskaðist við að hlýða Bandaríkjunum og yfirgefa olíuríkið.
     Hann neitaði að vægja fyrir Bandaríkjastjórn á meðan þjóð hans var svelt í hel 1991-2003 og viðskiptabannið sem sett var að undirlagi Bandaríkjanna kostaði rúmlega milljón manns lífið.
     Hann neitaði að viðurkenna að hann ætti gereyðingarvopn, enda var það rétt hjá honum en fullyrðingar Bandaríkjastjórnar um hið gagnstæða hreinræktuð lygi.
  • Sverrir kýs alveg að sleppa öllum óþægilegum staðreyndum um vin sinn Saddam sem gæti haft eitthvað með það að gera að samborgarar hans vildu senda hann neðra. Einhverjum írökum er kannski eitthvað uppsigað við Saddam eftir morð, pyntingar og þjóðarmorð í rúmlega 20 ár? Kannski eru þeir allir South Park aðdáendur? Nei það er líklegast að þessu sé öllu fjarstýrt af manninum sem sj og vinir telja of heimskan til að geta tuggið og andað í sömu andránni.
    Það þarf skrítið innvols í toppstykkinu til að kalla Saddam Hussein fórnarlamb.

 

Bloggfærslur 2. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband