Munu þeir muna?

Tóku einhverjir eftir orðum Ingibjargar Sólrúnar  í Kastljósi sl. mánudag þar sem hún og  Árni Mathiesen mættust? Efnahagsmál voru til umfjöllunar og á einum tímapunkti lét hún þessi orð falla:

"Ég tel það alveg fráleitt að við förum í þessar álversframkvæmdir á næstu árum"

Munu þessi 58% Norðlendinga sem styðja álver í Húsavík muna orð Ingibjargar næsta vor? Mun einhver þeirra 75% Húsvíkinga sem vilja álver veita henni atkvæði sitt? Hvernig munu Suðurnesjamenn kjósa? 66% íbúa Reykjanesbæjar styðja álver í Helguvík. Þeim er þá núna ljóst að atkvæði til Samfylkingarinnar er atkvæði gegn álveri. 

Húsvíkingar og Suðurnesjamenn eru heppnir, kostir þeirra hafa verið einfaldaðir, með álveri eða á móti því. Stjórnarandstaðan vill ekki byggja, stjórnarflokkarnir vilja byggja. Ekki flókið.

Eða halda menn að ISG muni draga í land á framboðsfundum suður með sjó og fyrir norðan?

samfylkingarblad_nordaustur

 


Fjöldafundur um stjórnarskrárbreytingu!

Þjóðarhreyfingin hýtur að láta til sín taka í umræðum um fyrirhugaða stjórnarskrárbreytingu.  Ég bíð spenntur eftir því að þeir láti báðir heyra í sér.

Síðast þegar rætt var um þjóðaratkvæðagreiðslu boðuðu þeir kumpánar Hans og Óli eða Þjóðarhreyfingin eins og parið kýs að láta kalla sig  til fjöldafundar. Á fundinum töldu þeir 3000 manns en eins og sjá má af myndinni að neðan þá sá Ágúst "800" Ágústsson um talninguna.

utifundur_1_08072004
Frá "fjöldafundi" Þjóðarhreyfingarinnar til að mótmæla því að svipta á þjóðina stjórnarskrárvörðum kosningarrétti“ sem haldinn var í júlí 2004.  Myndin: Andriki.is  

 

 


mbl.is Tillaga um að kosið verði um stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband