Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Aumlegastu tilraun til að komast undan verki
á Guðmundur Ásgeirsson, stjórnarformaður Nesskipa og eigandi Wilson Muuga þar sem hann segir í Fréttablaðinu í dag að:
Skipið geti orðið góð viðvörun fyrir sjófarendur, minnismerki og lyftistöng fyrir ferðamennsku fengi það að standa.
Yeah right!
Og Nesskip ætla að halda skipinu við og koma í veg fyrir að það verði ryðgandi járnarusl?
Yeah right!
Við skulum treysta gaur sem skráir skipið sitt í Kýpur og ræður Rússneska áhöfn og kemur fram í fyrstu eingöngu sem umboðsmaður skipsins í stað þess að viðurkenna eignarhald.
Hvernig voru aftur fyrstu fréttir að áhöfnin neitaði að tala við björgunarmenn fyrr en þeir höfðu talað við eigendur eða tryggingafélagið? Það er gríðarleg skítalykt af þessu.
Þetta yrði fallegt eftir ca. 10 ár.
---------------
Ég átti þetta líklega skilið fyrir síðustu færslu. Svar Tadds er stúpid en fyndið. Aðrir sem tóku Google Analytics færsluna einhvern veginn til sín voru minna fyndnir enda á ókunnum slóðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.1.2007 kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Lesinn í Tehran
Mogginn fer víða það er ljóst. Ég var að skoða hvaðan heimsóknir á þetta blog koma. Undanfarna 2 daga, sunnudag og mánudag, hef ég fengið heimsóknir frá :
- Íslandi
- USA
- Denmark
- United Kingdom
- Sweden
- France
- Belgium
- Spain
- Austria
- Germany
- Canada
- China
- India
- Finland
- Norway
- Iran, Islamic Republic of
- Morocco
- Turkey
- Uganda
- Italy
- Czech Republic
- Qatar
Eins og sést af kortinu þá eru flestar heimsóknirnar utanlands frá Evrópu og USA en það leynast þarna nokkrir exótískir staðir. Casablanca, Doha, Ankara, Kampala, Shanghai og Peking. En tveir staðir koma mér verulega á óvart og það eru Samalkha á N- Indlandi og Tehran. Samalkha er 30 þúsund manna smábær, sem pínulítið á Indverskan mælikvarða. Tehran er síðan einhvernveginn ekki bærinn sem ég bjóst við að fá lesendur frá.
Google Analytics er magnað tæki. Það er hægt að greina heimsóknirnar liggur við heim til fólks. Ég sé til dæmis að helmingur þeirra heimsókna sem hafa komið inn á síðuna í gegnum tengil á síðunni tadds.blogspot.com eru frá Miami í Florida og viðkomandi á viðskipti við Comcast Cable. Ég man eftir fóstbræðrum sem sóru af sér öll tengsl við þessa síðu eitt haustkvöld á Selfossi fyrir nokkrum árum. Núna vinnur annar í þarnæsta húsi við mig, hvar ætli að hinn sé?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)