Mánudagur, 18. september 2006
sækist líka eftir eftir örðu sætinu
Ég held að það þurfi að skoða eitthvað meira hjá NFS en reksturinn. Þessi frétt á visi punkt is er mögnuð.
Sækist eftir 2. sæti
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, sem skipar sjötta sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, ætlar að sækjast eftir öðru sæti á listanum[öðru en hann var í, já], fyrir þingkosningarnar í vor. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, sem verið hefur í þriðja sæti, sækist líka eftir eftir örðu sætinu, þar sem Davíð Oddsson er ekki lengur í fyrsta sæti og Geir H. Haarde hefur flust upp í það. Ríkissjónvarpið greindi frá áformum Guðlaugs í gærkvöldi og í farmhaldi af því segir Björn á heimasíðu sinni að það sé engin nýlunda að fleiri sækist eftir sama sæti og hann í prófkjöri. Hinsvegar hafi hann ekki boðið sig fram gegn neinum samflokksmanna sinna, enda telji hann samstöðu innan flokka best fallna til sigurs.
Skítt með óskammfeilni frambjóðandans, vanþekking blaðamannsins á íslensku máli og stafsetningu er sláandi.
Þessi frétt varpar auðvitað ljósi á það afhverju Gulli Þór varð að fá stjórnarformennsku í Orkuveitunni, þótt ekki væri í nema eitt ár. Hann er núna búinn að gefa 100 milljóninr af okkar peningum í háskólasjóð, því til viðbótar er búið að lofa hálfu prósenti af tekjum OR árlega. Skítt með hlutverk Orkuveitunnar, það er prófkjör og þetta er gott fyrir ímyndina. Ég verð að vona að árið klárist hratt og hann komist ekki í stærri sjóði síðar. Við höfum ekki efni á því. Það var gott að losna við Alfreð, verra að fá í staðinn Gulfreð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.10.2006 kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)