Bjargað af ný-íhaldsmönnum

Mér fannst það ein merkilegasta frétt vikunnar að Ayaan Hirsi Ali sem hinir frjálslyndu Hollendingar ætla kannski að senda úr landi, hafi verið boðið vinna hjá American Enteprise Insitute. Þegar Dr. Michael Rubin kom hingað þá var dregin upp sú mynd af þeirri stofnun af þaðan kæmi bara illt.  Nöfn eins og Cheney, Perle og Wolfowitz voru nefnd, stofnunin hataðist við múslíma og ég veit ekki hvað og hvað.  Svo taka þeir upp á því að bjóða múslímskri konu sem stefnir í að verði flóttamaður vinnu! Þessi illmenni. Það er auðvitað óþolandi þegar heimurinn er ekki svart-hvítur með skýrar línur. En ég er viss um að Elías Davíðsson og restin af "loony-left" liðinu á Njálsgötunni finnur eitthvað til að hallmæla Ayaan Hirsi Ali.


mbl.is Forsætisráðherra Hollands vonast til þess að Hirsi Ali haldi réttindum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. maí 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband