Írak

Andrés Magnússon bendir réttilega á í pistli sínum hverskonar della veður uppi í umfjöllun um Írak og Kofi Annan sérstaklega. Kofi Annan missti alla von um að geta verið trúverðugur þátttakandi í umræðu um Írak þegar upp komst um að sonur hans var einn innstu koppa í búri olíusvindlsins hér um árið.

Auðvitað saknar Annan Saddams, skyldmenni Annan efnuðust stórlega á einræðisherranum.

Svo er ég ekki viss um að íbúar Kúrdahérðana myndu samþykkja yfirlýsingar Annan. Þar var fólk myrt á kerfisbundinn hátt af yfirvöldum, nú er nokkuð kyrrt á svæðinu, amk ekki meiri borgarastyrjöld en svo að fjárfestar renna hýru auga til svæðisins og eru byrjaðir að byggja.

Þá vil ég endilega benda á pistil Steinars Þór Sveinssonar frá Írak sem birtist á hrafnasparkinu þar segir ma:

Upplýsingar sem bárust til Bandaríkjamanna og Breta voru því mjög misvísandi. Fjölmargir Írakar, og margir hverjir háttsettir, trúðu því að Saddam réði yfir gereyðingarvopnum. I nýútkominni bók, Inside the Jihad, kemur fram að Al Queda-liðar vildu að ráðist yrði á Írak. Stríð þeirra tengist ekki beint löndum heldur „battlespace" og innrás í Írak gæfi þeim vígvöll til að berjast á. Í Inside the Jihad kemur fram að Al Queda-liðum var gert að segja að samtökin væru við það að kaupa gereyðingarvopn af Saddam ef þeir næðust og yrðu yfirheyrðir. Ein hliðin á teningnum var að ekki fundust gereyðingarvopn í Írak, og allir voru sammála um að það væri eins og að leita að nál i heystakki. Hin hliðin var sú sem menn sannarlega þekktu á Saddam og þær upplýsingar sem njósnarar fengu frá hans eigin háttsettu herforingjum, sem trúðu að hann ætti gereyðingarvopn, og handteknum Al Queða-liðum sem sögðu að samtökin væru við það að kaupa slík vopn af honum. 

Bloggfærslur 5. desember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband