þegar kvennalistinn var stofnaður...

...fyrir 10 árum (samkvæmt stjörnublaðamanninum Sigríði Dögg Auðunsdóttur í Silfrinu í dag) var það til að ýta jafnréttismálum í forgrunn og gömlu kallarnir sem stjórnuðu gömlu flokkunum áttuðu sig á því að eina leiðin til að fá atkvæði kvenna var að hafa konur á lista. Þetta var samliking sem hún notaði til að færa rök fyrir því að umhverfismál eru hin nýju jafnréttismál!

Fyrir utan ævintýralega tímaskekkju sem munar 13 árum (fyrir 10 árum var Kvennalistinn nær dauða en lífi) þá er ályktun sda röng. Allstaðar í hinum vestræna heimi hefur konum á þjóðþingum fjölgað undanfarin ca 30-40 ár. Það eru þjóðfélagsbreytingar sem eiga ætt sína til umbyltinga á sjöunda áratugnum sem hafa skilað þessum aukna jöfnuði. Hér á lendi hefur konum gengið ver en hjá frændþjóðum okkar að komast inn á þing. Engan kvennalista áttu þær þjóðir. Það má frekar halda því fram með samanburðar rökum að kvennalistinn hafi haldið aftur af konum fækkað tækifærum þeirra.

Líklega var þetta með 10 árin mismæli en hugsanavillan er alger.

-Uppfært-

Ég bæti hér við 3 myndum sem ég tel að styðji mál mitt. Fyrri tvær eru fengnar frá Jafnréttisstofu á þessari síðu

Sú fyrsta sýnir þróun á fjölda sveitarstjórnarmanna á tæplega 50 ára tímabili.  

Kjörnir sveitarstjórnarmenn 1958-2006

Önnur sýnir  þróun fjölda þingmanna. Það er rétt að fjöldi kvenna á þingi tekur stökk þegar kvennalistinn kom fram en eins og ég hef sagt þá tel ég að þróunin hefði verið líkari þeirri sem var á sveitarstjórnarstiginu þótt Kvennalistinn hefði ekki komið fram. 

%DEingmenn%20kyn%2071-%2003

Svo er reyndar áhugavert að skoða stöðu íslands gagnvart örðum þjóðum sem við berum okkur gjarnan saman við. Taflan að neðan er ný og frá Evrópusambandinu. Við erum í 7. sæti, ég sem hélt að hér væri allt á heljarþröm! 

en418low

 


Bloggfærslur 10. desember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband