Ekki góð könnun fyrir neinn nema Frjálslynda

Við skulum vona að hreyfing á fylgi frá nóvember fram að kosningum verði ekki eins og fyrir fjórum árum 

 gallup
nóvember
2002
kosningar
2003
Gallup
nóvember

2006
Ef fylgi
hreyfist eins
fram að kosningum
Þá verður
þetta fjöldi
þingmanna:
Framsókn14%18%8%12%8
Sjálfstæðisflokkur41%34%37%30%19
Frjálslyndir2%7%11%16%10
Samfylking32%31%25%24%15
Vinstri-gænir11%9%19%17%

11

Semsagt Kaffibandalagið í ríkisstjórn og Frjálslyndir í dómsmálaráðuneytinu. Það yrði gæfulegt.  Ég held reyndar að eitthvað meirihátta þyrfti að koma til svo Sjálfstæðisflokkurinn færi svona langt niður. En maður skyldi aldrei segja aldrei.  Það er alveg ljóst að ef fylgi flokksins er í þessum lægðum í könnunum í aðdraganda kosninga, þá er eitthvað mikið að. Kannski er könnunin núna "tæknileg mistök"? Kannski eru frjálslyndir að snerta einhverja strengi hjá kjósendum?

Reyndar þyrftu frjálslyndir að bæta mannvalið allverulega og ég held hvorki að Jón Magnússon sé lausnin né þeir fái alvöru fólk í framboð. Framboðslistar Frjálslyndra næsta vor verða líklega þéttskipaðir lukkuriddurum sem hafa ekki náð þeim frama í öðrum flokkum sem þeim þótti þeir eiga skilið. Svona fólk af kaliberi fyrrverandi dómsmálaráðherra Óla Þ. Guðbjartssonar

Þegar ég byrjaði í dómsmálaráðuneytinu fyrir rúmum 4 árum spurðist ég fyrir um málverkasafn sem Óli lét kaupa af listmálara frá Selfossi, málverkin voru keypt fyrir sýslumanninn á Selfossi að honum forspurðum og mig minnti að eftirmálar hafi orðið þeir að þau voru send í ráðuneytið því sýslumaður vildi ekkert með listina hafa. Þetta var auðvitað skandall og misnotkun á almannafé, Óli var að gera einhverjum félaga á Selfossi greiða og keypti af honum malverkasafn sem enginn vildi eiga.

Ég reyndi mikið að finna eitt af þessum málverkum til að fá inn á skrifstofu mína, ekkert fannst. Málverkin hljóta að hafa farið til Selfoss aftur, en ég hef ekki spurt núverandi sýslumann hvort hann lúri á þeim. Þannig á veggnum mínum hafa hangið ljósmyndir eftir betri helminginn en ekki sögulegar pólitískar minjar eins og ég vonaði. Nú er líklega fullseint að gera eitthvað í málunum.

Kaffibandalagsríkisstjórn yrði reyndar ekki ósvipuð þriðja ráðuneyti Steingríms Hermannsonar.  Í stað Jim Beam, Sólness, Grísins og Óla Þ. fengjum við Ágúst 800, Magnús bombardier,  Hegranesgoða og Ömma efnahagsundur. Það yrði aldeilis hressandi partý.


mbl.is Fylgi Frjálslynda flokksins eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband