Fögnum skattalækkunum en...

Hvers vegna þarf blessað fjármálaráðuneytið alltaf að hegða sér eins og asnar þegar kemur að áfengismálum?

Ferðaþjónustan kvartar yfir háu verði á áfengi og þegar tækifæri er að leyfa því að lækka með þessum fyrirmyndar skattalækkunum þá þarf fjármálaráðuneytið endilega að hækka áfengisgjaldið á móti.

Það er allt gott við þessar lækkarnir en hvernsvegna þarf að varpa skugga á þær með þessum aðgerðum? Þetta minnir mig á eina aumustu stund Alþingis þegar frumvarp  um gjald af áfengi og tóbaki var lagt fram og tekið til 1. umræðu kl 18.08 vísað til nefndar kl. 18.53 tekið til 2. umræðu 20.58 og samþykkt sem breyting á lögum kl. 21.52. 

Flutningsmaður sagði í ræðu sinni

efni málsins er þannig að það þarf að hafa hraðar hendur við að afgreiða það í þingsölum eins og allir þingmenn þekkja.

Hækkunin nam 7% sem var um 100kr á flösku af sterku áfengi en ekki var hreyft við veikari drykkjum.  Þingheimur sem allur tók þátt í þessari dellu var sannfærður um að fólk myndi streyma í Ríkið og hamstra vodka vegna 100 kr. hækkunar!

Þetta var árið 2004 en ekki 1950, það eru svona vinnubrögð sem eru þingmönnum til minnkunar, ég trúi því að Ögmundur sé sannfærður um það þurfi að hafa vit fyrir almenningi með þessum hætti en þegar sjálftæðismenn standa að svona rugli þá örvæntir maður. Vinnubrögðin eru þinginu til minnkunar því ekkert tækifæri er gefið til eðlilegrar umræðu um málið.

 

Stjórnmál eru ekki flókin, ef þú segist ætla að lækka skatta og stattu þá við orð þín, lækkaðu skatta og feldu ekki einhverjar smá hækkanir inni í málunum til að varpa skugga á þau. Stjórnmál snúast að stærstum hluta til um það að standa við orð sín, stór og smá. 

 

Árni fær annars risastóran plús í kladdann að fyrir að lækka virðisaukaskatt af þjónustu veikingahúsa úr 24,5% í 7%. Ég trúi að þetta geti orðið til að verða mikil lyftistöng fyrir veitinga- og kaffíhús og ekki verður vanþörf á eftir aðför heibrigðismafíunnar að þeim.

 


mbl.is Frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á matvörum lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. nóvember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband