Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Skyr í Ameríku
Skyr er mikill lúxus hjá okkur hér vestra, í fyrsta lagi er það fokdýrt eða næstum 3$ fyrir eina dós og í öðru lagi þá er Whole Foods ekki í uppáhaldi hjá okkur, hún er ekki á svarta listanum en það eru aðrar verslanir sem við kjósum fremur. Í gær var hinsvegar hátíð það var Skyr hádegi, við komumst ekki einu sinni út úr Whole Foods svo mikil var ákefðin.
Karitas var himinlifandi á meðan Helena, sem var að bragða skyr í fyrsta eða annað sinn, neytti með sínum hætti.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 05:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 15. júní 2007
Kuldakast í Ameríku
Vegna óvænt kuldakast (18°C), voru íslensku feðginin í essinu sínu í gær. Við gátum verið í siðuðum fötum og skóm og farið inn í borgina án þess að leysast upp í þjóðlegum svitapolli. Enn hefur enginn kennt Bush, Ísrael eða saksóknaranum í Baugsmálinu um þessi veðurbrigði en haldi þessi blíða áfram verður sökudólgurinn fundinn.
Í DC er frábær dýragarður með örugglega öllum helstu dýrategundum sem finnast á jörðinni. Tveggja klukkustunda skoðunarferð náði eingungis yfir lítið hluta af því sem boðið er upp á.
Þó sáum við það allra allra mikilvægasta, pandabirni og flamingóa. Frumburðurinn er heilluð af öllu bleiku og eftirlætisbókin hennar um þessar mundir er Panda málar þannig að við náðum að gera tvennu í ferðinni. Í raun varð hún þrenna því hún elskar borgina, þegar minnst er á að fara inn í DC þá hoppar hún og klappar og hrópar Já, borgin, vei, vei!
Undarlegt barn, ekki til sveitarómantík í henni. Traffík, mannmergð og knæpur eru hennar ær og kýr.