Mánudagur, 16. júní 2008
Digsby er málið
Það er alltaf gaman að rekast á hugbúnað sem einfaldar hlutina. Digsby er slíkur hugbúnaður. Það sem Digsby gerir er að sameina mismunandi spjallforrit í eitt og skannar pósthólf líka. Í gegnum mismunandi forrit og þjónustur var ég með MSN spjall, Google Talk, Facebook chat og Yahoo spjall. Að einhverju leyti eru þetta sömu vinirnir sem ég tengist en skörunin er langt í frá alger.
Ofaná þetta allt er ég með amk tvö netföng sem ég fylgist með. Aðalnetfang og svo annað sem ég gef upp við skráningu í hinar og þessar þjónustur eða póstlista sem ég vil fylgjast með en vil ekki fá það allt í aðalpósthólfið mitt.
Þar kemur Digsby til sögunnar, Digsby er lítið forrit sem sameinar allar þjónusturnar í eina þannig að til hliðar á skjánum hjá mér er bara eitt forrit sem kemur í stað allra hinna og Digsby fylgist með pósthólfunum. Ljómandi.
Digsby er til fyrir Windows, Makka og Linux.
Einfaldara er alltaf betra...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 10. júní 2008
Hlýnun jarðar
Hlýnun jarðar sett í samhengi:
Laugardagur, 7. júní 2008
Rafrænt (ó)lýðræði
Það eru tvær leiðir til að halda rafrænar kosningar. Önnur með tölvum á kjörstað, hin yfir netið.
Það má spyrja hvað sé unnið með því að nota tölvur á kjörstað. Eina hagræðið við kosningarnar er að úrslit berast hraðar. Það er ekki ódýrara fyrirkomulag, nema einhverjum detti það í hug að tveir blýantar og ein pappírsörk séu dýrari en tölva. Það er ekki öruggara fyrirkomulag. Hver kannast ekki við hugbúnað sem gerir eitthvað sem hann á ekki að gera og eina ráð sérfræðinganna er að enduræsa forritið eða tölvuna. Vandinn er að við endurræsum ekki kosningar. Kjósandinn hefur enga tryggingu eða tilfinningu fyrir því að atkvæði hans sé talið. Það er horfið inn í forrit þar sem auðveldlega er hægt breyta niðurstöðum.
Í Bandaríkjunum er löng hefð fyrir því að nota tölvur og kosningavélar. Gríðarlegu fjármagni hefur verið varið í að þróa þessi kerfi. Þar er þróunin í hina áttina ef eitthvað er. Vegna spurninga um öryggi og áreiðanleika hafa fjölmörg ríki sett undanfarið verulegar skorður við notkun tölva við kosningar. Ohio ríki hætti fyrir stuttu allri notkun tölva á kjörstað og tók upp gamla lummulega kerfið að nota kjörseðil úr pappír.
Mörg dæmi hafa komið upp þar sem tölur úr kosningatölvum stemma einfaldlega ekki við fjölda kjósenda. Rafræna kosningu er ekki hægt að stemma af og endurtalning er líka tilgangslaus. Það er einungis ein tegund kosningatölva sem uppfylla kröfur um öryggi og áreiðanleika. Þær skila bréflegu afriti af atkvæðaseðlinum sem kjósandinn getur ekki breytt. Slíkar vélar eru mjög dýrar.
Hin leiðin til rafrænna kosninga er að kjósa yfir netið. Ef við horfum framhjá því að slíkt fyrirkomulag sviptir fólk réttinum til leynilegra kosninga, því það er engin leið til að tryggja að sá sem kýs sé sá sem hann segist vera eða hann sé einn í kjörklefanum. Þá hefur ekki verið þróað öruggt kerfi sem uppfyllir þær kröfur sem við gerum til kosninga. Fyrir nokkrum árum varði Bandaríkjaher einum og hálfum milljarði króna til að þróa öruggt kosningakerfið yfir netið fyrir hermenn sem eru staðsettir um alla veröld. Eftir að hafa eytt öllum þessum fjármunum var kerfinu hent. Það stóðst engar öryggiskröfur.
Það eru til lönd sem eru tilbúin til að gera minni kröfur til öryggis í kosningum, Eistar kjósa yfir netið en þeir hafa enga tryggingu fyrir því að kjósandi sé sá sem hann segist vera, né hafa kjósendur trausta vörn gegn kúgun og að verða þvingaðir til að kjósa gegn vilja sínum. Á Bretlandi hafa menn svo miklar áhyggjur af þverrandi kjörsókn í sveitastjórnar- og Evrópukosningum að þeir hafa leyft kosningar yfir net, með SMS, bréflega, með símavali og nánast hvaða leið sem mönnum gat dottið í hug. Eina leiðin sem jók þátttöku svo mælanlegt væri var gamaldags bréfleg kosning. Þar að auki er vandamál Breta ekki til á Íslandi.
Kosningaþátttaka á Íslandi er með því besta sem gerist, við erum með aðferð sem almenningur treystir og trúir að atkvæði hans sé talið. Það er engin ástæða til að skemma það traust.
Fimmtudagur, 5. júní 2008
Blogað við kertaljós
Það gerði mikið óveður hér í norður Virginíu í gær. Tveir hvirfilbylir mynduðust í storminum, mikil eyðilegging átti sér stað og amk. ein kona lét lífið þegar tré féll á bíl hennar. Óveðrið stóð þó ekki í meira en 25 mínútur eða svo, þannig að það er hægt að ímynda sér kraftana sem voru að verki. Það skall á svo snögglega að meirihluti fólks á svæðinu hafði ekki varann á sér. Gestir veitingastaðar í Maryland sátu í makindum þegar veðrið skall á og á innan við mínútu rifnaði þakið af og vafðist eins sælgætisbréf utan um nærliggjandi rafmagnslínur.
Ég sat og var að vinna þegar byrjaði að hvessa og allt í einu skall stór trjágrein innan við metra frá glugganum sem ég sat við, sekúndum síðar fór rafmagnið af stærstum hluta norður Virginíu.
Víðast hvar komst það á fljótlega aftur, nema hjá okkur og ca. 400 þúsund öðrum heimilum.
Nú eru 6 klukkustundir liðnar og rafmagn er ekki enn komið á við Lindargötu.
Það er 27 stiga hiti og engin loftræsting, hitinn í húsinu er líklega rúmlega 30 gráður.
Þegar heim var komið mætti þetta okkur:
Tré nágrannans brotnaði og lenti á heimkeyrslunni og garðinum, sem betur fer var virkur dagur og við að heiman. Annars ættum við ekki bíl lengur.
Sveitir frá borginni komu áðan og söguðu tréið niður og eru nú að troða því í tætara í úrhellisrigningu og niðamyrkri.
Viðbót:
Sjö tímar liðu áður rafmagn komst á aftur.
Fjölskyldunni á Lindargötu líður vel.
Helenu líkaði illa hávaðinn í söginni en kippti sér ekki upp við tætarann.
allir sváfu á sínu græna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. júní 2008
Ber er hver að baki...
Ef svo er þá er framganga hans í fjölmiðlum í fyrradag... óheppileg.
Viðbót ------------------
Kristinn Gíslason sendi mér eftirfarandi póst:
Ég vil taka fram að þótt ég sé bróðir Ingibjargar Sólrúnar þá hef ég aldrei verið skráður í Samfylkinguna hef verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokkinn á áratugi og verið í fulltrúaráði þar.
Ég held að vandamálið liggi í pólitíkinni því frá síðustu kosningu er þetta þriðja stjórnin og fjórði formaðurinn sem sitja núna í stjórn Orkuveitunnar.
Kv
Kristinn Gíslason
-------------------
Ég er Kristni ósammála að að Guðmundur hafi einn axlað ábyrgð. Guðmundur var einn þeirra sem stofnuðu til málsins en þar voru fleiri á ferð. Pólitískum ferli Vilhjálms er lokið, Björn Ingi er hættur í pólitík og niðurlægjandi staða Sjálfstæðisflokksins er þessi máli að þakka.
VÞV axlaði kannski ekki ábyrgð en hann og flokkurinn eru látnir sæta ábyrgð. Aðrir sem stofnðu til þessa óskapamáls munu líklega aldrei bíða hnekki af því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.6.2008 kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)