Blogađ viđ kertaljós

Ţađ gerđi mikiđ óveđur hér í norđur Virginíu í gćr. Tveir hvirfilbylir mynduđust í storminum, mikil eyđilegging átti sér stađ og amk. ein kona lét lífiđ ţegar tré féll á bíl hennar. Óveđriđ stóđ ţó ekki í meira en 25 mínútur eđa svo, ţannig ađ ţađ er hćgt ađ ímynda sér kraftana sem voru ađ verki. Ţađ skall á svo snögglega ađ meirihluti fólks á svćđinu hafđi ekki varann á sér. Gestir veitingastađar í Maryland sátu í makindum ţegar veđriđ skall á og á innan viđ mínútu rifnađi ţakiđ af og vafđist eins sćlgćtisbréf utan um nćrliggjandi rafmagnslínur.

Ég sat og var ađ vinna ţegar byrjađi ađ hvessa og allt í einu skall stór trjágrein innan viđ metra frá glugganum sem ég sat viđ, sekúndum síđar fór rafmagniđ af stćrstum hluta norđur Virginíu.

Víđast hvar komst ţađ á fljótlega aftur, nema hjá okkur og ca. 400 ţúsund öđrum heimilum.

Nú eru 6 klukkustundir liđnar og rafmagn er ekki enn komiđ á viđ Lindargötu.

Ţađ er 27 stiga hiti og engin loftrćsting, hitinn í húsinu er líklega rúmlega 30 gráđur.

 

Ţegar heim var komiđ mćtti ţetta okkur:

 Lindargata1

Lindargata2

Lindargata3

 

Tré nágrannans brotnađi og lenti á heimkeyrslunni og garđinum, sem betur fer var virkur dagur og viđ ađ heiman. Annars ćttum viđ ekki bíl lengur.

Sveitir frá borginni komu áđan og söguđu tréiđ niđur og eru nú ađ trođa ţví í tćtara í úrhellisrigningu og niđamyrkri.

 

Viđbót:

Sjö tímar liđu áđur rafmagn komst á aftur.

Fjölskyldunni á Lindargötu líđur vel.

Helenu líkađi illa hávađinn í söginni en kippti sér ekki upp viđ tćtarann.

allir sváfu á sínu grćna.


Ber er hver ađ baki...

Er Kristinn Gíslason varformađur Starfsmannafélags OR, Kristinn Hilmar Gíslason bróđir Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur?

Ef svo er ţá er framganga hans í fjölmiđlum í fyrradag... óheppileg.

 

Viđbót   ------------------

Kristinn Gíslason sendi mér eftirfarandi póst:

...í dag var mér sent blogg varđandi ađkomu mína ađ málefnum Guđmundar Ţóroddssonar. Ég var kosin sem varaformađur starfsmannafélagsins á síđasta ađalfundi og kom fram sem slíkur.

Ég vil taka fram ađ ţótt ég sé bróđir Ingibjargar Sólrúnar ţá hef ég aldrei veriđ skráđur í Samfylkinguna hef veriđ flokksbundinn í Sjálfstćđisflokkinn á áratugi og veriđ í fulltrúaráđi ţar.

Varđandi Guđmund Ţóroddsson ţá er ţađ ekki sjálf brottvísun hans heldur var ţađ gjörningur sem fyllti mćlinn, hann er einn látinn axla ábyrgđ í REI málinu.

Ég held ađ vandamáliđ liggi í pólitíkinni ţví frá síđustu kosningu er ţetta ţriđja stjórnin og fjórđi formađurinn sem sitja núna í stjórn Orkuveitunnar.

Kv
Kristinn Gíslason

 -------------------

Ég er Kristni ósammála ađ ađ Guđmundur hafi einn axlađ ábyrgđ. Guđmundur var einn ţeirra sem stofnuđu til málsins en ţar voru fleiri á ferđ. Pólitískum ferli Vilhjálms er lokiđ, Björn Ingi er hćttur í pólitík og niđurlćgjandi stađa Sjálfstćđisflokksins er ţessi máli ađ ţakka.

VŢV axlađi kannski ekki ábyrgđ en hann og flokkurinn eru látnir sćta ábyrgđ. Ađrir sem stofnđu til ţessa óskapamáls munu líklega aldrei bíđa hnekki af ţví.


Dýrt grill - okur eđa hvađ?

Ţađ var sagt frá ţví í Fréttablađinu í dag ađ dýrasta grill Íslands kosti 320 ţúsund krónur.

Hér vestra fćst ţađ frá 1500$ upp í 2000$. Semsagt dýrasta útgáfa af ţessu grilli er meira en helmingi ódýrara í heimalandinu en á Íslandi.

Í fljótu bragđi virđist ţetta vera svívirđilegt okur, en ef viđ litum ađeins betur á máliđ ţá er ţađ ekki svona einfalt. 

Samkvćmt tollskrá ber grilliđ 7,5% almennan toll og 20% vörugjald svo bćtist auđvitađ  24,5% virđisauki ofan á allt saman.

Tek ţađ fram ađ ég hef ekki stađiđ í innflutningi en dćmiđ virđist líta svona út fyrir mér:  

Innkaupsverđ 100.000 kr.
Almennur tollur7,50%107.500 kr.
Vörugjald20,00%129.000 kr.
Flutningskostnađur50.000 kr.179.000 kr.
Álagning43,5%256.865 kr.
Virđisaukaskattur24,50%319.797 kr.
   
Framleiđandi 100.000 kr
Flutningur 50.000 kr
Ríkiđ tekur 91.932 kr.
Söluađili 77.865 kr.

 Ef ég er ađ bulla leiđréttiđ mig endilega. En mér finnst hlutur ríkisins helst til drjúgur.

 

ATH. LEIĐRÉTT

Í fyrstu útgáfur vantađi flutningskostnađ eins og bent var á í athugasemd. Ţegar gert er ráđ fyrir honum lćkkar hlutfall ríkisins í  dćminu  en ţađ er hluturinn er samt alltof drjúgur

 

ATH LEIRĐRÉTT Í ANNAĐ SINN

Eins og ég tók framhef ég ekki stađiđ í innflutningi og ţví gerđi ég nokkur mistök. Ég hefđi svo sem mátt vita ađ ríkiđ tekur í grćđgi sinni tolla eftir flutningskostnađ sem er ótrúlegt.

Ný tafla

 

Innkaupsverđ 100.000 kr.
Flutningskostnađur50.000 kr.150.000 kr.
Almennur tollur7,50%161.250 kr.
Vörugjald20,00%193.500 kr.
Álagning32,50%256.388 kr.
Virđisaukaskattur24,50%319.202 kr.
   
Framleiđandi 100.000 kr.
Flutningur 50.000 kr.
Ríkiđ tekur 106.315 kr.
Söluađili 62.888 kr.
   
Ţađ er tvennt öruggt í lífinu segja ţeir hér í USA, dauđinn og skattar. Íslenska ríkiđ ćtlar sér duglegan skammt af ţví síđarnefnda.

 


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband