IOWA

Nú eru bara nokkrir klukkutímar þar til kjörfundur hefst í Iowa. Staðan hjá báðum flokkum er svo flókin og algerlega háð kjörsókn að það er engin leið til að spá fyrir um hver úrslitin verða. Reynum samt.

Hjá Demókrötum:

Obama, Edwards og Hillary eru í sérflokki, aðrir frambjóðendur skipta ekki máli nema að litlu leyti. Stuðningsmenn Obama eru yngri og karlkyns en Hillary nýtur stuðnings eldra fólks og kvenna, Edwards nýtur þess að stuðningsmenn hans hafa frekar tekið þátt áður og eru taldir líklegri til að mæta á kjörstað. Reglurnar í Iowa eru þannig að ef frambjóðandi nær ekki 15% þá eiga stuðningsmenn þess frambjóðanda sér annan valkost. Það mun frekar nýtast Obama og Edwards, því Hillary er einskins annar valkostur. Dennis Kucinich hefur hvatt sína stuðningsmenn (alla þrjá!) til að styðja Obama sem annan valkost og orðrómur er um einhverskonar samning milli Obama og Joe Biden, framboð beggja þverneita auðvitað. Des Moines Register sem þykir vera með áreiðanlegustu kannanirnar í Iowa birti á gamlárdag könnun þar sem Obama var með 32%, Hillary 25% og Edwards 24%.

Það er mjög mikilvægt fyrir Obama að vinna og fyrir Edwards að vera í tveim efstu sætunum, Hillary þolir að lenda í því þriðja þótt það yrði mikið áfall fyrir hana. Þau munu þó öll halda áfram út janúar nema eitthver þeirra verði fyrir afhroði í einhverjum þeirra fylkja sem kosið er í jan. Fylkin eru eftirtalin: Iowa, New Hampshire, Michigan, Nevada, Suður Karólína og Flórída.

Ég spái því að Chris Dodd hætti eftir daginn í dag og kannski Joe Biden það veltur á því hvar í röðinni þeir enda, Bill Richardson hangir líklega fram til 19. Jan þegar kosið verður í Nevada, en hann er fylkisstjóri í nágrannafylkinu New Mexico. Það veit enginn hve lengi Kucinich þráast við.

Hjá Repúblikunum:

Huckabee og Romney slást um fyrsta sætið, Romney lýsti því þó yfir fyrr í dag að annað sætið væri ásættanlegt fyrir hann. Sigur er nauðsynlegur fyrir Huckabee. Slagurinn um þriðja sætið er milli Thompson og John McCain, þriðja væri gott fyrir McCain en er naðusynlegt fyrir Thompson. Ron Paul gæti náð fjórða sæti en líklega endar hann fimmti og svo Rudy Giuliani og Duncan Hunter. Rudy tekur ekki þátt í Iowa. Að öllum líkindum grisjar Iowa ekki hópinn hjá Repúblikunum að neinu ráði, kannski hættir Thompson ef hann nær ekki þriðja sætinu.

Það eru spennandi klukkustundir og dagar fyrir dyrum.


Best og vest - á hundavaði

Eins og ég gerði í fyrra þá er ég að taka saman það sem mér þótti “best og vest” á liðnu ári.

Persónulegt

BEST:

  • Flutningar til vesturheims. Það er hressandi fyrir andann að hreinsa út úr öllum skápum og flytja milli landa.
  • Fylgjast með dætrum mínum þroskast og vaxa.
  • Morgunstund í sudda í Grímsá í Borgarfirði þar sem ég kastaði flugu í fyrsta sinn á ævinni.

 

VERST:

  • Missa tvo vini/góða kunningja sviplega á árinu og sjá tvo vini missa nána fjölskyldumeðlimi.

 

Pólitík

BEST:

  • Fyrstu skrefin stigin í endurskipulagningu stjórnarráðsins
  • Fyrstu mánuðir Guðlaugs Þórs í HTR – hann hefur komið mér skemmilega á óvart og nú reynir á hvort hann standi undir væntingum.
  • Illugi Gunnarsson kominn á þing – í Illuga býr gríðarlegt efni sem mun verða landi og þjóð til heilla á næstu árum.

 

VERST:

  • Sú staðreynd að ekkert meira sé í BEST dálkinum. – Ríkisstjórnin virðist ekki líkleg til neins, frumkvæðið er allt hjá sósíalistunum.
  • Borgarstjórnarmeirihlutinn fyrir REI málið –Borgarstjórinn í tómum rugl málum eins og bjórkælismálinu, ég kom heim í lok ágúst og það sló mig hve skítug og sjabbí höfuðborgin var.
  • Einar K Guðfinns - er á góðri leið með að verða afturhaldsseggur ríkisstjórnarinnar og lítið sýnt að hann valdi ráðherraembætti.
  • Andlát Einars Odds.
  • Dagur Bé borgarstjóri

     

Það er örugglega fleira en ég man ekki meir núna, til þess situr hangikjötið of þungt í mér.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband