Skrítið kvöld - skrítnar tölur

Viðsnúningurinn í Sv kjördæmi á síðustu 274 atkvæðunum var magnaður.

Ragnheiður Ríkarðs. fór úr því að vera 26 atkvæðum yfir Jóni í 4. sætið yfir í það að vera 38 atkvæðum undir. Það er duglegt að ná viðsnúningi upp á 64 atkvæði á 274 atkvæðum. Ég hef bara ekki séð svoleiðis áður.  Það er reyndar mjög áhugavert að skoða þessi síðustu 274 atkvæði.

Það er magnað hvað Ármann Kr. fær hátt hlutfall þeirra en Ragnheiður lágt.

6174 gild atkvæði vorðu greidd í prófkjörinu, atkvæði greitt í 1. sæti nýtist í 2. sæti 3. sæti  osfrv. Þannig að þegar kemur að útreikningum í 3. sæti hafa í raun verið greidd 18.522 atkvæði en hver og einn frambjóðandi getur bara náð 6174 þeirra.

Þannig að ef við lítum á töflu þar sem við berum saman uppsöfnuð  atkvæði í 1.-3. sæti þegar 5900 atkvæði voru talin þá var staðan þessi:

 uppsafnað
í 1-3 sæti
hlutfall
  5900
ÁKO 244441%
RR 191332%

 Þega við skoðum síðustu 274 atkvæðin þá er myndin aðeins önnur.

 uppsafnað
í 1-3 sæti
 hlutfall
  274
ÁKO15155%
RR5420%

tölurnar fyrir Jón Gunnarsson eru svipaðar og fyrir Ármann hann er á 51% seðlanna 274 í 4. sæti eða ofar en í heildina er hann bara á 39% þeirra í 4. sæti eða ofar.

Því fer fjarri að ég haldi því fram að eitthvað misjafnt hafi verið á seyði þarna.  Kannski var Ármann bara svona duglegur í utankjörfundaratkvæðunum en þetta er sterk vísbending að þeir sem kusu Ármann þeir kusu Jón líka.

Mér finnst niðurstaðan í þessu prófkjöri verri en ég vonaði, það er nóg af gervi hægrimönnum í flokknum og á þingi, mér fannst alger óþarfi að bæta í þann hóp.  Tilfinning mín er að hann sé fyrirgreiðslupólitís, kannski kemur Jón mér á óvart, ef hann gerir það yrði ég orðlaus.

 Suðrið 

Af tölum í S-kjördæmi má ráða að Árni Johnsen lék einn sniðuguasta pólitíska leik sem ég hef séð í prófkjöri.  Svo margir báðu um 2. sætið að það var ljóst að atkvæði myndu dreifast mjög. Einnig er ljóst að ekki var full sátt um Árna Mathiesen í 1. sæti þannig að Árni Johnsen nær að tappa af þeirri óánægju og fær alt óánægjufylgið. Þegar 2600 atkvæði höfðu verið talin þá var AMM með 1395 en AJ með 805 í fyrsta sæti.  Tutkhúslimurinn var hinsvegar ekki nema með 200 atkvæði í 2. sæti. langt á eftir Kjartani og Drífu. Þetta er svo snjallt og ósvífið að það liggur við að hægt sé að dást að því.

Þótt Árni J. sé að fá glimrandi kosningu í Suðurkjördæmi þá hefur það meiri áhrifi í Reykjavík og Suðvestur, vera hans á lista sjálfstæðismanna mun kosta flokkinn nokkur atkvæði í kjördæmum hingað og þangað, meira en hann bætir við í S-kjördæmi ef það er eitthvað.

Með Gulla, Jóni Gunnars, Árna J. ofl þá finnst mér kominn fullmikill Albertslykt af flokknum mínum. 

 

Árangur Unnar var ljómandi, hún verður vonandi 1. varaþingmaður og dettur inn á þing, næst þegar Árni J. fer í "frí".


mbl.is Björk komin í 4. sætið í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband