Hræsni og júrískt stolt

Hvernig stendur á því að nefndin sem nú hefur allt á hornum sér sagði ekki múkk fyrir rúmu ári þegar gengið var framhjá "vilja" hennar?

Þá var Ástríður Grímsdóttir skipuð  og ef ég man rétt þá var um það fjallað í einhverjum slúðurdálki dagblaðs að tveir aðrir umsækjendur hafi þótt hæfari eða amk. settir ofar Ástríði. Það var ekki meira en sandkorn og Ástríður sannað það fyrir löngu að hún var að embættinu komin.

Ég held meira að segja að það séu fleiri tilvik þar sem nefndin hafi "viljað" einhverja aðra en skipaðir voru.

Ég held reyndar að núna sé hið júríska stolt sært. Lögfræðingar eru nefnilega margir soldið sér á parti að þeim sjálfum finnst. Við sauðsvartur almúginn skiljum ekki "hinn júríska þankagang" og því svíður það sérstaklega að maður sem er ekki menntaður í musteri Líndals og Snævarrs skuli voga sér að hafa skoðun og taki ekki tilsögn. Að maðurinn sé menntaður í svo "ómerkilegu" fagi eins og dýralækningum og þ.a.l. ekki við HÍ er sérstaklega ámælisvert.  (Það er reyndar sérstök stúdía, sú trú fólks að menn hætti að geta tileinkað sér nokkuð eftir próf. Því vegi þyngra nokkurra ára nám fyrir 25 árum en samfelld þingseta í rúm 16 ár!)

Hið særða stolt er eina ástæðan sem mér dettur í hug fyrir upphlaupi þessarar heilögu nefndar nú. Mér, sauðsvörtum, finnst megn lykt af hræsni stafa af málinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Heyr.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.12.2007 kl. 13:15

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar ég var í lagadeild var talað um að öðlast "juridiskan" þankagang. Þessi dönskusletta byggðist á því að löggjöf okkar hefur fengið flest frá frændþjóðum okkar á Norðurlöndunum.

Nú þykir kannski ekki lendur fínt að sletta dönskunni þótt það eðli málsins samkvæmt ætti best við ef verið er að sletta á annað borð.  

Ómar Ragnarsson, 24.12.2007 kl. 01:56

3 identicon

Gæti haft eitthvað með það að gera að fjölmiðlar finna blóðbragð af fréttinni og líggja því í nefndinni um viðbrögð. Þeim, þ.e. fjölmiðlunum var nokk sama þegar einhverjar konur voru ráðnar, það var eitthvað svo PC. Nefndin þurfti líklegast að bara harm sinn í hljóð síðast.

En svo skal ekki böl bæta með því að benda á annað verra.

Haukur (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband