Hvar er Michael Moore?

að hrökkva eða stökkva?Hér til hliðar má sjá mynd af konu upp á þaki byggingar, konan er með krabbamein og hótar að fremja sjálfsmorð vegna þess að hún hafur ekki efni á heilbrigðisþjónustu.
Þvert gegn því sem flestir myndu halda er myndin ekki frá bandarískri borg heldur frá kínverska alþýðulýðveldinu! Eins og glöggir sjá og þekkja fána kommúnistaríkisins.

Mun Moore láta málið til sín taka? Eða græðir hann meira á að spinna sögur um Bandaríkin?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fullt af hlutum sem hægt er að gagnrýna í Kína. Michael Moore er hins vegar Bandaríkjamaður og er merkilegt nokk að fókusa á það sem honum finnst vera að í því landi. Finnst þér það óeðlilegt?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 13:55

2 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Það er gott að þú telur að það kerfi sem að Bandaríkin eigi fyrst og fremst að miða sig við er hið hörmulega heilbrygðiskerfi sem er að finna í Kína.

Ég vona að Bandaríkjamenn hafi sjálfir meiri metnað en það.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 20.6.2007 kl. 14:27

3 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

heilbrigðis.....

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 20.6.2007 kl. 14:28

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Michael Moore er ekki trúverðugur heimildarmaður um eitt eða neitt, hvorki innan né utan Bandaríkjanna. Hann er bara trúður, sem margoft hefur verið staðinn að fölsunum. Evrópubúar hafa látið þetta gerpi glepja sig og veitt honum verðlaun fyrir bestu heimildarmyndina í Cannes. Það voru auðvitað Evrópumenn fullir minnimáttarkenndar útí Bandaríkjamenn, hverjir gerðu það axarskaft.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 20.6.2007 kl. 15:06

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er ekki hægt að byggja mikið á einu þessu atviki í Kína án þess að vita nokkuð um bakgrunninn, allra síst nota það til að reyna að gera Moore, sem var að rannsaka ástandið í heimlandi sínu, totrryggilegan á þann hátt að peningagræðgi ein stjórni gerðum hans. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.6.2007 kl. 15:10

6 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

"Það voru auðvitað Evrópumenn fullir minnimáttarkenndar útí Bandaríkjamenn, hverjir gerðu það axarskaft."

Það voru kannski sömu Evrópumenn sem veittu honum Óskarsverðlaunin fyrir bestu heimildarmynd?

Eða ætti ég kannski að spyrja einhvern sem veit um hvað hann er að tala?

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 20.6.2007 kl. 15:54

7 identicon

Ótrúlegt að það sé ennþá til fólk sem er tilbúið að verja USA sama hvaða. Ég á voðalega bágt með að skilja það. Reyndar ef þú berð saman tölur um mentunarmál, heilbrygðismál og félagsmál þá standa bandaríkin jafnfætis mörgum þróunarríkjum. Bandaríkjamenn hafa verið góðir að fela allt sem hefur farið rangt hjá þeim síðustu áratugi og vitlausir evrópumenn með minnimáttakennd þora ekki að gagnrína það

Bjöggi (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 16:12

8 identicon

Undirstrikar þetta ekki einmitt það sem MM hefur verið að segja um heilbrigðis þjónustuna í USA, ef hún eru álíka góð og í Kína ??

Fransman (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 20:26

9 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það sem er merkilegast af öllu við þessa færslu er að gengið skuli útfrá því að ríkiskapitalisminn í Kína og alræðisstjórnin þar skuli eiga eitthvað skylt við annað en kapitalisma.

María Kristjánsdóttir, 21.6.2007 kl. 09:32

10 identicon

Mér þykir ósköp eðlilegt að MM skuli fyrst og fremst einbeita sér að heimahögum enda þekkir hver maður sitt bakland best.  Í framhaldi af því hvað með að hugsa okkur nær heldur en til Kína og rýna í hvernig okkar eigið heilbrigðiskerfi er...  en það er að vísu annar og lengri pakki

Soffía (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 10:29

11 Smámynd: Ibba Sig.

Ótrúlega kjánalegt að reyna dissa Michael Moore með þessu atviki. Og líka kjánalegt að láta eins og fólk megi ekki græða peninga á að gera ádeilukvikmyndir. 

Eiginlega bara allt kjánalegt við þessa færslu.  

Ibba Sig., 21.6.2007 kl. 11:05

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Segi það sama og Ibba...Hvað maður er ekki orðinn þreyttur á þessum hugsunarhætti að ef einhverjum verður peningur úr því sem hann gerir þá hljóti það að vera vitlaust sem hann  gerir og ekkert mark á takandi. Það er til fólk sem gerir hluti og lætur sig varða án þess að vera alltaf að hugsa um hvað það geti grætt á því....!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.6.2007 kl. 11:09

13 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Hægan hægan, ég er að baktala Michael Moore ekki Jésú Krist. Reyndar held ég, eftir á að hyggja að maður fái minni viðbrögð við að tala illa um frelsarann en Moore.
Ég veit að þessi færsla er ómerkilegur útúrsnúningur, hún er reyndar tóm stríðni. En mikið eru margir hörundsárir fyrir hönd þessa ómerkilega loddara.

Bara til að hafa eitt á hreinu þá uni ég fólki vel að efnast, en Moore þykist vera málsvari almúgamannsins og þykist vera almúgamaður en hreyfir sig ekki nema að skotið sé einkaþotu undir rassinn á honum. Ég ætla ekki einu sinni að byrja á því að tala um hvað vinnubrögðin eru ámælisverð og ómerkileg. Það er efni í langa ritsmíð.

Friðjón R. Friðjónsson, 21.6.2007 kl. 13:38

14 identicon

Mér finnst nú ekki skrítið að kínverjar séu ekki með ríkisvætt heilbrigðiskerfi, landið er hreinlega of fátækt, landsframleiðsla á mann þar er um fimmtungur af því sem hún er hér (álíka há og í afríkuríkinu Gabon...). Fyrir utan það er örugglega talsvert erfitt að skipuleggja kerfi fyrir 1,7 milljarð manna...

sigurgeir þór (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 11:53

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisverð þessi setning þín, Friðjón: "Reyndar held ég, eftir á að hyggja að maður fái minni viðbrögð við að tala illa um frelsarann en Moore." Segir mikið um ástand nútímamannsins hér austan Atlantsála ...

"En mikið eru margir hörundsárir fyrir hönd þessa ómerkilega loddara," segirðu réttilega. Pistill þinn var þó fyrst og fremst stríðni, að þinni eigin sögn. Alvöru-gagnrýni, þungvæg og vægðarlaus, er hins vegar til frá hendi Ólafs Teits Guðnasonar blaðamanns -- og skilur MM eftir í tætlum, nánast jafn-klæðlausan og keisarann í ævintýrinu.

Jón Valur Jensson, 30.6.2007 kl. 00:24

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Betur hefði ég orðað þetta svona: "Segir mikið um ástand nútímabloggarans ..." -- því að vitaskuld er yfirlýsingafús meðalbloggarinn alls engin mælistika á afstöðu þjóðarinnar til hinna ýmsu mála ...

Jón Valur Jensson, 30.6.2007 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband